Dagdvöl

Dagdvöl

Í Bæjarási, sem er heimili á vegum Áss, er starfrækt dagdvöl fyrir aldraða Hvergerðinga alla virka daga. Fólk á kost á akstri til og frá heimili sínu og í Bæjarási er boðið upp á morgunverð, hádegisverð og miðdegiskaffi. Aðstaða er til að hvíla sig. Fólk fær aðstoð við böðun og einnig við lyfjagjöf. Einstaklingum í dagdvöl stendur til boða að fara í iðjuþjálfun tvisvar í viku og einnig í tækjasal fjóra virka daga í viku. Fjórum sinnum í viku er upplestur í Bæjarási.Þá stendur fólki í dagdvöl til boða að fá hársnyrtingu, fótsnyrtingu og þjónustu snyrtifræðings gegn gjaldi.

Í Bæjarási búa sjö heimilismenn.

Samvinna er milli Bæjaráss, heilsugæslustöðvar, félagsmálastjóra og heimaþjónustu.

Þess má geta að í Bæjarási býr kötturinn Hnoðri og hundurinn Kútur kemur daglega í heimsókn með eiganda sínum.

Börn af leikskólanum Undralandi og frá grunnskólanum í Hveragerði koma reglulega í heimsókn.

Á lóðinni er ræktað grænmeti og lögð áhersla á að vera með plöntur og blóm.

Í Bæjarási er morgunverður útbúinn á staðnum og oft bakað með kaffinu. Heitur hádegismatur kemur úr eldhúsi Áss.

Heimilisstýra í Bæjarási er Steinunn Svanborg Gísladóttir.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í Bæjarási. Síminn er 480-2099 og netfangið steinunn@dvalaras.is.