
Gleðistund þegar Kristján kemur í heimsókn
Kristján Sigurðsson kom reglulega á aðra hæð í Mörk þegar tengdamóðir hans Lára Þorstensdóttir var þar heimiliskona. Eftir að hún lést hefur hann haldið tryggð við hæðina og mætir oft til okkar með gítarinn og tekur lagið. Það eru sannkallaðar gleðistundir þegar Kristján kemur í heimsókn....
lesa meira
Notaleg samverustund
Það er gefandi að sjá hversu notalegt fólkið okkar hefur það sem mætir á samverustund á þriðju hæð Grundar. Sem fyrr engin dagskrá en fólk kemur bara og dundar sér við það sem hugur stendur til. Spjall, prjónaskapur og hvers kyns listsköpun. Sumir koma svo bara við til að hitta fólk, spjalla og eiga góða stund....
lesa meira
Minni karla og þorramatur
Á bóndadaginn var efnt til söngstundar í setustofu á þriðju hæð Grundar þar sem heimilisfólk söng minni karla og ýmis lög sem tengjast þorranum. Að sjálfsögðu var svo boðið upp á þorramat á Grund....
lesa meira
Bóndadagurinn í Mörk
Það var aldeilis huggulegt á 2. hæðinni í Mörk á bóndadaginn. Þorramaturinn rann ljúflega niður og andrúmsloftið að venju létt og notalegt....
lesa meira
Bóndadagur íbúa 60+
Bóndadeginum var fagnað hér í Mörkinni síðasta föstudag en hann markar upphaf Þorra. Það var boðið í Þorraveislu að hætti hússins með tilheyrandi súrmeti í matsalnum og Kaffi Mörk. Margir mættu í lopapeysum og þjóðlegum flíkum í tilefni dagsins. ...
lesa meira
Spjallað og bjástrað
Það þarf ekkert endilega skipulagða skemmtidagskrá til að brjóta upp daginn. Stundum nægir bara samvera og sumir kjósa að dunda sér á meðan við prjónaskap, mála kannski, teikna eða lesa. Svo gerir náttúrulega útslagið að fá heitan bakstur á axlirnar....
lesa meira
Þegar úti er hráslagalegt
Þegar veðrið er ekkert ýkja gott er yndislegt að hlusta á góða sögu og kannski kúra undir teppi líka. Svoleiðis stund á annarri hæðinni í Mörk....
lesa meira
Samvera og spjall
Reglulega er blásið til samverustundar í setustofunni á þriðju hæð Grundar. Það er engin dagskrá, bara samvera. Sumir prjóna, aðrir lita eða mála, leysa krossgátur eða spjalla bara við sessunauta. Jón Ólafur mætir svo oft með nikkuna og tekur nokkur lög og oftar en ekki fer heimilisfólk að raula með þegar lögin eru kunnugleg. Virkilega notalegar samverustundir....
lesa meira
Heimilismenn bólusettir
Kæru aðstandendur
Heilbrigðisyfirvöld mæla með Covid örvunarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma ef liðnir eru 4 mánuðir eða meira frá síðustu bólusetningu.
Í janúar munum við bjóða þeim sem þar sem liðið er meira en 4 mánuðir frá síðustu bólsetningu upp á Covid örvunarbólusetningu.
Við biðjum ykkur um að láta okkur vita eins fljótt og þið getið ef þið eruð alfarið á móti því að ykkar aðstandandi fái örvunarskammt. Best að láta viðkomandi deildarstjóra vita eða senda póst á sigridur@grund.is...
lesa meira
Jólin kvödd með dansi
Að venju voru jólin kvödd með pompi og prakt á Ási á þrettándanum. Kristján og félagar héldu uppi fjörinu með harmonikkutónum, jólasveinarnir kíktu í heimsókn og eldhúsið bauð upp góðar veitingar. ...
lesa meira