Frétt

Bakað fyrir jólin

Það var ilmur í lofti og jólatónlist sem mætti þeim sem leið áttu um þriðju hæð í austurhúsi Grundar í dag. Konurnar á Frúargangi voru að baka jólasmákökur og spjalla um jólin fyrr og nú. Elsa, deildarstjóri í austurhúsinu, kunni vel að meta tilbreytinguna frá erli daganna þegar hún gaf sér stund til að setjast niður og baka með heimiliskonum. 


Myndir með frétt