Frétt

A-1 með flottustu skreytingarnar

Nú er búið að veita verðlaun fyrir flottustu skreytingarnar á hrekkjavöku hér á Grund. Dómnefnd skipuðu sr. Auður Inga, Hildigunnur frá sjúkraþjálfun og Sigurlaug læknaritari. Tekið var fram að þetta var leynileg kosning og niðurstöðurnar voru afgerandi. Í fyrsta sæti var A-1 og í öðru sæti skrifstofa heimilisins. Sérstök aukaverðlaun hlaut V-2 fyrir framúrskarandi samvinnu starfsmanna og heimilismanna. Vinningarnir voru peningaverðlaun en svo fengu allir þátttakendur sætindakörfu í lokin.

Myndir með frétt