Páskaeggjabingó í Mörk 13.04.2022 Fréttir MörkÞað eru að koma páskar og í Mörk fer það ekkert á milli mála. Búið er að skreyta á hæðum heimilisins og ungar og páskablóm prýða borðin. Í vikunni var boðið upp á bingó þar sem páskaegg voru í verðlaun. Allir sælir með slíkan vinning.