Munu annast sálgæslu í Mörk
Mörk hjúkrunarheimili og Fossvogsprestakall (áður Grensás og Bústaðasókn) hafa gert með sér samning til að tryggja sálgæslu við heimilisfólk, starfsfólk og aðstandendur á Mörk hjúkrunarheimili. Samkvæmt þjónustuskipulagi þjóðkirkjunnar fellur Mörk innan Grensássóknar og munu því prestar, djáknar og starfsfólk prestakallsins annast þjónutuna.