Fréttir

Áhugaverður fundur

Páskabingó vel sótt

Fátt betur sótt hér í Ási en bingó og fyrir páskana eru vinningarnir skemmtilegir og þátttakan frábær.

Viltu útbúa lífssögu fyrir mömmu eða ömmu?

Í dag var aðstandendum Grundarheimilanna boðið að koma í Mörk og kynna sér hvernig hægt er að gera lífssögu fyrir heimilismann.

Vikulegar gönguferðir í Ási

Í lok lífshlaupsins hófust mánudagsgöngur heimilismanna og starfsfólks á ný hér í Ási.

Viltu útbúa lífssögu fyrir þinn aðstandanda?

Miðvikudaginn 20. mars klukkan 17:00 bjóðum við aðstandendum heimilisfólks á Grund, Mörk og í Ási að koma í matsal Markar á 1. hæð og fræðast um lífssöguna og mikilvægi hennar. Við bjóðum aðstandendum að gera lífssögu síns aðstandanda á veggspjald og útvegum það sem til þarf nema koma þarf með útprentaðar ljósmyndir af heimilismanni frá mismunandi aldursskeiðum.

Á fjórða tug starfsmanna á Eden námskeiði

Í vikunni lauk öðru Eden námskeiði vetrarins. Á fjórða tug starfsfólks Grundarheimilanna þriggja daga námskeið.

Rós handa heimiliskonum

Á konudaginn í síðustu viku fengu allar heimiliskonur Grundarheimilanna rós að gjöf. Hér eru það heimiliskonur í Ási sem taka á móti rós og kunnu svo sannarlega að meta þessi óvæntu gjöf.

Jóga í Ási

Það er gott fyrir líkama og sál að stunda jóga og í Ási er heimilismönnum boðið að taka þátt í jógatímum.

Starfsfólk fræðist um Eden hugmyndafræðina

Þessa dagana stendur yfir annað Eden námskeið ársins í hátíðasal Grundar en það sækja starfsmenn Grundarheimilanna.

1400 rjómabollur á Grundarheimilunum

Það var um miðja nótt sem Benedikt Sigurbjörnsson bakari í Ási og hans aðstoðarfólk byrjaði að setja á rjómabollur fyrir bolludag. Alls voru það um 1400 rjómabollur sem voru bornar fram á Grundarheimilunum þetta árið. Að venju var kátína með bakkelsið og bollurnar runnu ljúflega ofan í heimilisfólk Grundar, Markar og Áss, starfsfólkið og íbúa hjá Íbúðum 60+.