Ás - Svartur föstudagur

Það snjóar þó í Hveragerði og við erum í óðaönn að hengja upp jólaljósin.  Þetta er því alveg hreint ágætur föstudagur.  Það eina sem skyggir á gleðina eru fréttir sem við fáum handan heiðar um fjölgun smita.  Við vorum orðin svo vongóð um að hægt væri að létta á heimsóknartakmörkunum á aðventunni.  Nú þorum við ekki annað en að bíða og sjá.  Vonandi fer þetta nú fljótlega í  betri farveg.  Við gefum okkur nokkra daga til viðbótar áður en við ákveðum breytingar.  Í dag eru reglurnar þær að einn má koma í heimsókn, tvisvar í viku.  Hann þarf að hringja á undan sér, heyra í deildarstjóra og bóka heimsókn.  Það er möguleiki á því, í samráði við deildarstjóra, að skipta út heimsóknaraðila milli vikna.  Við hvetjum heimsóknargesti til þess að gæta sérstaklega vel að sóttvörnum í sínu einkalífi og vera með grímu þegar þeir koma í heimsóknina og eins að spritta hendur við komu.  Við hvetjum ykkur líka til þess að vera dugleg að hringja í ykkar fólk og eins að nýta facetime og skype, fínt að gera það svona milli þess sem þið verslið jólagjafirnar á netinu 😊 
Símanúmer deildarstjóra eru:
Ás 480-2016
Ásbyrgi 480-2105
Bæjarás 480-2099
Hjúkrunarheimili 480-2014
Kveðja Birna Sif